• Unspecified_1550677527731_1578935963271

Ritháttur baughnita

Leiðbeiningar um rithátt baughnita og útsetningu á línum og hólfum.

Landhelgisgæslan hefur gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um rithátt baughnita ásamt nýjum leiðbeiningum um útsetningu á línum og hólfum og rithátt á stefnum og vegalengdum á sjó.

Leiðbeiningarnar má finna hér.

Leiðbeiningar þessar eru gefnar út til að auðvelda samræmda framsetningu slíkra upplýsinga meðal annars í lögum og reglugerðum, í skipulagsgögnum, í tengslum við leyfisveitingar og fleira.

Landhelgisgæslan hefur það hlutverk að gefa út tilkynningar til sjófarenda þar sem birtar eru upplýsingar er meðal annars varða öryggi í siglingum og er því mikilvægt að ritháttur og framsetning slíkra upplýsinga sé með samræmdum hætti.