Yfirlit

Fyrstu áratugirnir

Hinn 23. júní árið 1926 kom til landsins fyrsta varðskipið, sem smíðað var fyrir Íslendinga. Það fékk nafnið Óðinn. 

Þorskastríðin

Á fyrstu áratugum lýðveldisins börðust Íslendingar fyrir yfirráðum yfir auðlindum hafsins við erlendar þjóðir. Landhelgisgæslan fór þar í broddi fylkingar. 

Klippurnar

Togvíraklippur voru helsta vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum 1972 og 1975.

Útfærsla landhelgi og lögsögu

Vegna þess hversu hafið umhverfis Ísland þykir gjöfult á fisk hafa erlendir sjómenn stundað veiðar á Íslandsmiðum í að minnsta kosti allt frá byrjun 15. aldar, en frá þeim tíma eru til frásagnir um enskar skútur sem stunduðu veiðar hér við land.

Saga varnarmála

Ísland er herlaust ríki sem hervæðist ekki en tryggir öryggi sitt og varnir með samstarfi við önnur ríki. 

Landhelgisgæslan á flugi

Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna.