Loftför

Loftför

Öryggi - Þjónusta - FagmennskaTF-LIF

  • TF-LIF-LIF

TF-LIF kom til landsins árið 1995. Fjölmenni lagði leið sína að bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll, til að fylgjast með því þegar þyrlan lenti þar í fyrsta sinn þann 23. júní árið 1995. Þrátt fyrir að þyrlan hafi verið keypt notuð til landsins var hún sem ný því henni hafði einungis verið flogið í 350 tíma þegar hún kom í þjónustu Landhelgisgæslunnar. TF-LIF hefur margsinnis sannað gildi sitt og hefur reynst þjóðinni og Landhelgisgæslunni afar vel allt frá upphafi.

Tæknilegar upplýsingar:

Árgerð: 1986
Kom til landsins: 1995
Gerð: Tveggja hreyfla þyrla af tegundinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1
Áhöfn: 2 flugmenn, 1 sigmaður, 1 spilmaður og 1 læknir, alls 5
Farþegar: 19

Hreyflar: 2stk. Turbomeca Makila IA1. 1783 hestöfl hvor.
Hámarkshraði: 150 sjóm/klst. (270 km/klst).
Hagkvæmur hraði: 125 sjóm/klst. (225 km/klst).
Hámarks flugdrægi: 600 sjóm. (1111 km).
Hámarks flugþol: 4:50 klst.
Mesta lengd á bol: 16.3 metrar.
Mesta lengd á skrúfuferli: 15.6 metrar.
Mesta breidd á bol: 3.4 metrar.
Mesta hæð á bol: 5 metrar.

TF-LIF getur tekið 5 sjúkrabörur.

Sérútbúnaður: Afísingarbúnaður (sem gerir kleift að fljúga í ísingu).
Fjögurra ása sjálfstýringu (sem gerir þyrluna AWSAR).
Tvöfalt björgunarspil (annað vökvadrifið og eitt rafmagnsdrifið til vara), leitarljós og vörukrók undir vélinni og er mesta lyftigeta um 3 tonn miðað við bestu aðstæður. Svo er þyrlan útbúin utanáliggjandi neyðarflotum sem blása upp við nauðlendingu í sjó.

Hér má sjá umfjöllun Morgunblaðsins um komu vélarinnar árið 1995.  LIF-kemur

LIF-kemurUmfjöllun Morgunblaðsins í júní árið 1995

TF-LIF_8586_1200-BaldurTF-LIF á flugi Mynd: Baldur Sveinsson

LIF-2004TF-LIF kom til landsins árið 1995

Sogulegt-sjukraflut-TYR-TF-LIFSögulegt sjúkraflug TF-LIF í ágúst 2018Gassi_TF_LIF-1-TF-LIF Mynd: GassiTF-LIF-140604-venus