Þór
Varðskipið Þór er flaggskip Landhelgisgæslunnar. Það var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og kom það til sinnar heimahafnar í október 2011. Skipið er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Það nýtist frábærlega til löggæslu og eftirlits, leitar- og björgunar, mengunarvarna en auk þess hefur það umtalsverða dráttargetu.
Smíði varðskipsins Þórs hófst í október árið 2007 í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Verkið gekk mjög vel og var kostnaður innan heildaráætlunar. Vegna jarðskjálftans í Chile sem varð í febrúar 2010 og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu þar sem miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en með einbeittum vilja og samstilltu átaki allra var skipið afhent þann 23. september 2011. Varðskipið Þór sigldi af stað til Íslands frá Chile 28. september og kom til fyrstu hafnar á Íslandi, Vestmannaeyja 26. október kl. 14:00. Skipið sigldi inn í Reykjavíkurhöfn 27. október kl. 14:00.
Varðskipið Þór er tákn um nýja tíma. Varðskipin Ægir og Týr hafa þjónað Íslendingum dyggilega í rúma hálfa öld en með komu Þórs var stigið nýtt skref í öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar. Varðskipið er sérstaklega hannað með þarfir Íslendinga og framtíðaráskoranir á Norður Atlantshafi í huga. Skipið er öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður Atlantshafi.
- Kynningarefni um varðskipið Þór - íslenska
- ICGV Þór - english
- ÞÓR - Almennar og tækniupplýsingar - íslenska
- ÞÓR - General and technical info - english
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flytur ávarp við
afhendingu skipsins, 23. september 2011.
Formleg undirskrift samnings vegna afhendingar v/s ÞÓR
23. september 2011. Georgs Kr. Lárusson forstjóri LHG,
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins
ásamt Commander in Chief of the Second Naval District, RAdm. Matías Purcell.
Georgs Kr. Lárusson forstjóri LHG undirritar samninginn.
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins og
Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG, koma til afhendingar skipsins í fylgd
Christian Johnson framkvæmdastjóra ASMAR skipasmíðastöðvarinnar.
Heiðursvörður starfsmanna Landhelgisgæslunnar
Frétt á vef Landhelgisgæslunnar frá afhendingunni.