Fréttayfirlit: 2024 (Síða 2)

Áhöfnin á TF-SIF heldur til Spánar

Holmar-Lara-Hreggvid-Johann-Onni-Magnus-Orn

Áhöfnin á eftirlitsflugvélinni TF-SIF hélt af landi brott á föstudag og verður við gæslu á ytri landamærum Evrópu næstu vikur á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. Vélin verður gerð út frá Malaga á Spáni að þessu sinni.

Þyrlusveit flaug með vísindamenn að gosinu

20240208_072110

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn að gosstöðvunum norðaust­an við Sýl­ing­ar­fell til að meta umfang gossins sem hófst þar í morgun. Meðfylgjandi myndir voru teknar um borð í TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Jón Árni nýr aðalvarðstjóri

Jon-Arni-Arnason-og-Bjorgolfur-Ingason

Aðalvarðstjóraskipti urðu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um mánaðamótin. Jón Árni Árnason er nýr aðalvarðstjóri og tekur við stöðunni af Björgólfi Ingasyni sem hverfur til annarra starfa innan Landhelgisgæslunnar.

Þyrlusveitin annaðist útkall við afar krefjandi aðstæður

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Vegna veðurs þurfti áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, að beita töluverðri útsjónarsemi í fluginu.

Lóa bangsi tók þátt í eftirliti þyrlusveitar

422590712_907167624056837_8789580072497308534_n

Sex ára dóttir eins þyrluflugstjórans okkar stóð frammi fyrir erfiðu vali í gær.

Í skólanum var bangsastund og hún þurfti að velja á milli bangsanna Manna og Lóu um hvort þeirra fengi að fara með henni. Hún gat ómögulega gert upp á milli þeirra . 

Þyrlusveit flutti raflínur yfir hraun

_GSF1169-Copy

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og starfsfólk Landsnets fluttu rafmagnslínu yfir hraunbreiðuna með þyrlu LHG við Grindavík í gær. Verkefnið gekk sérlega vel og í kjölfarið tók við tengivinna við hjá HS Veitum og Landsneti.

Viðbragð vegna hamfara í Grindavík

_90A8538-Enhanced-NR

Óskað var eftir því að áhöfnin á varðskipinu Þór héldi í átt til Grindavíkur snemma í morgun þegar jarðhræringarnar norður af Grindavík hófust. Dróni varðskipsins hefur meðal annars verið notaður til að meta aðstæður í bænum og í nágrenni hans og komið upplýsingum til samhæfingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð.

Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland næstu vikur

Torbjorn-Kjosvold

Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Þetta verður í áttunda sinn sem Norðmenn leggja verkefninu lið, en norski flugherinn hafði síðast viðveru hérlendis í janúar og febrúar á síðasta ári.

Æfa björgun úr þyrlu í vatni

HUET_1704985674115

Allar þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar verða að gangast með reglulegu millibili undir svokallaða HUET-þjálfun og á það jafnt við um flugmenn, sigmenn, spilmenn og lækna. Markmiðið er að allir um borð séu undir það búnir að geta komist úr þyrlu sem þarf að lenda í sjó eða á vatni.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar 2023

YD9A1016

Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022.

Sólroði lýsti upp himininn

Freyja-solris

Útsýnið sem blasti við áhöfninni á varðskipinu Freyju var með fallegasta móti á norðausturhorninu þegar birta tók af degi. Varðskipið og áhöfn þess er við eftirlitsstörf umhverfis landið.

Annríki í stjórnstöð árið 2023

Image00009_1704193726816

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa í nægu að snúast á vaktinni. Árið 2023 voru 58214 mál á hendi stjórnstöðvarinnar vegna lögbundinna verkefna á sviði leitar, björgunar, eftirlits og löggæslu.

Síða 2 af 2