Æft um borð í Ægi

3. mars, 2020

Fyrsta æfinginin í langan tíma þar sem varðskipið Ægir og þyrlusveit leika stórt hlutverk.

3.3.2020 Kl: 17:25

Undanfarin ár hefur varðskipið Ægir legið bundið við bryggju við Skarfabakka og ekki verið í hefðbundnum rekstri. Skipið á sér glæsta sögu og spilaði stóran þátt í starfsemi Landhelgisgæslunnar um árabil.
Á dögunum fór þar fram fyrsta æfingin með þyrlusveit eftir langt hlé þegar nýliðaþjálfun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Brunamálaskólans fór þar fram. Áhöfnin á TF-GRO flutti liðsmenn slökkviliðsins um borð til reykköfunaræfingar í vélarúmi.
Æfingin heppnaðist afar vel en leiðbeinendur voru Einar Örn Jónsson og Guðjón Guðjónsson, slökkviliðsmenn, Guðmundar St. Valdimarssonar, bátsmaður og Hreggviður Símonarson, stýrimaður og sigmaður. Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson.84417845_2714534648612044_2776828186590183424_nReykköfun var æfð um borð í Ægi.83147103_280363166258015_8387669738624385024_nÞyrlupallur varðskipsins.84358479_2437932979792967_6472547888672014336_nUndirbúningur í fullum gangi.83162414_595772164311822_2434901648267542528_nHreggviður Símonarson, sigmaður og stýrimaður.