John Richardsson aðmíráll kynnti sér starfssemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík.
10.7.2018 Kl: 13:10
John Richardsson aðmíráll, yfirmaður bandaríska sjóhersins, kom hingað til Íslands á dögunum og kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Ricardsson skoðaði aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli og hitti bandaríska flugsveit sem stödd er hér á landi. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar, utanríkisráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti Richardsson við komuna til landsins.
Richardsson ræddi við liðsmenn bandarískrar flugsveitar sem stödd er hér á landi tímabundið.
Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar og bandaríska sendiráðsins á Íslandi tóku á móti John Richardsson aðmíráli við komuna til landsins.