Hífð um borð í þyrluna.
4.2.2019 Kl: 10:19
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk upplýsingar, laust fyrir hádegi í gær, um að hugsanlegt væri að tveir menn væru í sjónum við Þorlákshöfn. Björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út ásamt TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lögreglu og Brunavörnum Árnessýslu. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill en fljótlega kom í ljós að kona hafði fallið í klettum en væri ekki í sjónum. Björgunarsveitarfólk þurfti að síga niður til konunnar og hlúði að henni þar. TF-LIF kom fljótt á vettvang en áhöfn hennar hífði konuna um borð og flutti á Landspítalann í Fossvogi. Samvinna viðbragðsaðila á vettvangi var til fyrirmyndar og gekk afar vel.
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður, sígur niður til konunnar. Samvinna viðbragðsaðila var til fyrirmyndar á vettvangi og gekk afar vel. Mynd: Björgunarsveitin Mannbjörg.