Til að varðskipið kæmist að bryggju þurfti að senda léttbát með dýptarmæli sem skannaði höfnina til að athuga hvort einhver fyrirstaða væri í höfninni.
16.1.2020 Kl: 15:49
Varðskipið Þór er komið að bryggju á Flateyri en áhöfnin
hefur sinnt margvíslegum verkefnum undanfarinn sólarhring. Í gær voru
björgunarsveitarmenn, áfallateymi og aðrir viðbragðsaðilar fluttir frá varðskipinu í land með léttbátum.
Í morgun aðstoðaði áhöfnin starfsmenn Vegagerðarinnar að lýsa upp hlíðina með
ljóskösturum til að kanna snjóalög. Þá hefur áhöfnin flutt mannskap, búnað
og vistir á milli staða í dag auk þess sem hún hefur aðstoðað við að ná
olíutanki upp sem lá utan í varnargarðinum. Hann var hífður upp á bryggju.
Til
að varðskipið kæmist að bryggju þurfti að senda léttbát með dýptarmæli sem
skannaði höfnina til að athuga hvort einhver fyrirstaða væri í höfninni. Varðskipið verður áfram til taks við Flateyri. Von er á sérfræðingi frá Umhverfisstofnun ásamt hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar um borð í skipið vegna undirbúnings við hreinsun hafnarinnar á morgun.
Þór við Flateyri.Léttbátur varðskipsins Þórs.
Frá brú varðskipsins.
Margvíslegur búnaður hefur verið fluttur með varðskipinu.
Áhöfnin að störfum.
Varðskipið lýsir upp með kösturum.