Um helgina var varðskipið Týr statt í Önundarfirði en þar um slóðir voru vegir víða ófærir sökum fannfergis.
23.3.2020 Kl: 12:22
Verkefnin sem koma á borð áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar eru af margvíslegum toga. Um helgina var varðskipið Týr statt í Önundarfirði en þar um slóðir voru vegir víða ófærir sökum fannfergis. Ábúandinn á Sæbóli á Ingjaldssandi komst ekki til síns heima og óskaði eftir aðstoð áhafnarinnar á Tý. Áhöfninni þótti sjálfsagt og eðlilegt að verða við beiðninni og ferjaði ábúandann heim til sín.
Þar sem ríkar varúðarráðstafanir eru gerðar hjá Landhelgisgæslunni vegna Covid-19, fylgdi áhöfnin verklagsreglum um sóttvarnir við flutninginn þrátt fyrir að allir væru fullfrískir.
Ferðin gekk vel eins og meðfylgjandi myndband sýnir.