Ætla má að að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík á gamlársdag.
28.12.2020 Kl: 10:32
Varðskipið Þór er nú á leið í átt að flutningaskipinu
Lagarfossi sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í gær.
Eimskip hafði samband við Landhelgisgæsluna um hádegisbil í gær og tilkynnti um
bilunina og spurðist fyrir um hvort mögulegt væri að fá varðskipið Þór til að
taka Lagarfoss í tog.
Áhöfnin á varðskipinu var kölluð út í gærkvöldi þegar
ljóst var að viðgerð um borð í Lagarfossi hafði ekki borið árangur. Varðskipið
Þór lét úr höfn í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt og búast má við að það verði
komið að Lagarfossi að morgni þriðjudags.
Taug verður þá komið á milli skipanna
og gera má ráð fyrir að drátturinn taki allt að tvo sólarhringa. Ætla má að að
skipin verði komin til hafnar í Reykjavík á gamlársdag.