Annar Íslendinga til að útskrifast.
20.5.2022 Kl: 10:37
Eyþór Óskarsson stýrimaður og varðstjóri hjá
Landhelgisgæslunni hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í Stjórnun (e. Management)
við US Coast Guard Academy. US Coast Guard Academy er
háskóli og sjóliðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar sem útskrifar
verðandi stjórnendur stofnunarinnar með háskólapróf á hinum ýmsu sviðum og er
staðsettur í New London í Connecticut fylki.
Útskrift nýnema fór fram við skólann í gær en
alls útskrifuðust 250 nýir sjóliðsforingjar að þessu sinni. Það er
mesti fjöldi í sögu skólans en á meðal þeirra voru níu erlendir nemendur, þ.á.m.
Eyþór en fyrir tilstuðlan Landhelgisgæslunnar fékk hann skólavist þar árið
2018.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, voru viðstaddir
útskriftina ásamt nánustu fjölskyldu Eyþórs. Þá flutti Kamala Harris varaforseti
Bandaríkjanna ávarp við útskriftina.
Fyrir 35 árum útskrifaðist Ásgrímur frá skólanum en
núverandi skólastjóri, Rear Admiral William Kelly, sem
stýrði útskriftinni var einmitt skólafélagi hans.
Landhelgisgæslan óskar Eyþóri innilega til hamingju
með áfangann.
Útskrifaðir sjóliðsforingjar fagna að gömlum sið með því að fleygja húfum á loft.
Varaforseti
Bandaríkjanna flytur útskriftarræðuna.
Björgunarþyrlur
Strandgæslunnar fljúga yfir nýjum sjóliðsforingjum til heiðurs.
Georg og
Ásgrímur ásamt Eyþóri Óskarssyni.
Georg,
Ásgrímur, Eyþór og foreldrar Eyþórs, þau Helga Sveinsdóttir og Óskar Eyþórsson.
Ásgrímur L.
Ásgrímsson ásamt Rear Admiral William Kelly, Superintendent US Coast Guard
Academy og vinstra megin er Rear Admiral Eric Jones Deputy for Personnel
Readiness US Coast Guard sem útskrifuðust saman 20. maí 1987.