Freyja máluð í Noregi

17. ágúst, 2022

Varðskipið Freyja losnar brátt við flekkina

17.8.2022 Kl: 14:50

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Stavanger í Noregi þar
sem það verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar. Jafnframt fer
fram minniháttar viðhald. 

Verkið var boðið út af Ríkiskaupum og gengið var til samninga við norsku skipasmíðastöðina sem átti hagstæðasta tilboð í verkið.

Gert er ráð fyrir
að Freyja verði í Noregi til mánaðamóta og sigli svo flekklaus til Íslands að
því búnu.  

Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson

Freyja-i-slipp-NoregiFreyja losnar brátt við flekkina. 

Vardskipid-Freyja-i-slipp-2022Varðskipið Freyja í Stavanger. 

Freyja-i-dokkuSiglt inn í skipasmíðastöðina. 

Freyja-verdur-maludFreyja verður í Noregi til mánaðamóta.