Skrúfudagurinn haldinn hátíðlegur

5. apríl, 2023

Landhelgisgæslan kynnti starfsemi sína.

5.4.2023 Kl: 10:41

Hinn árlegi Skrúfudagur Tækniskólans var haldinn á dögunum. Löng hefð er fyrir því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar kynni starfsemi stofnunarinnar og var engin undantekning á því að þessu sinni.

  Þau Hallbjörg Erla Fjeldsted, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, og Fannar Freyr Atlason, hlaðmaður í flugdeild stóðu vaktina að þessu sinni og kynntu Landhelgisgæsluna fyrir fjöldanum öllum af áhugasömu fólki sem leit við hjá þeim.

Image00005_1680691508504Þessi ungi herramaður fékk að prófa flughermisleik í tölvu.Image00001_1680691555151Fannar Freyr og Hallbjörg Erla.Image00006_1680691579021Þyrluhjálmur prófaður.