Árlegt úthald Baldurs hafið.
26.5.2023 Kl: 10:04
Eftirlits- og
sjómælingabáturinn Baldur hefur nú hafið árlegt úthald við dýptarmælingar vegna
sjókortagerðar. Í sumar verður Baldur við mælingar við Strandir og verður
áherslan lögð á endurmælingar í sjókort númer 52 sem nær frá Horni að Gjögri.
Mælingar á þessu svæði eru megninu til frá fyrri hluta síðustu aldar og því
orðið tímabært að mæla svæðið með fjölgeislamæli og nákvæmri staðsetningatækni.
Í upphafi
úthaldsins setti höfnin á Baldri upp flóðmæla á Norðurfirði og Hólmavík og munu
gögnin úr þeim nýtast við úrvinnslu mælinganna. Einnig verða gögnin úr
flóðmælunum notuð til leiðréttinga á stuðlum til sjávarfallaútreikninga á
svæðinu og er sú vinna gerð í samstarfi við Vegagerðina.
Undirbúningur í gangi.
Baldur á siglingu.
Léttbátur Baldurs.
Hluti af áhöfn Baldurs.