Eftirlitsflug á Reykjaneshrygg

15. maí, 2025

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í hefðbundið gæsluflug á Reykjaneshrygg í vikunni, bæði til að fylgjast með skipum í íslensku efnahagslögsögunni en líka á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC), sunnan við lögsögumörkin. Tólf rússnesk fiskiskip reyndust vera á veiðum nálægt lögsögumörkunum en skipið sem var næst var 4,3 sjómílum utan við lögsögumörkin. Ljósmynd af TF-SIF: Árni Sæberg.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í hefðbundið gæsluflug á Reykjaneshrygg í vikunni, bæði til að fylgjast með skipum í íslensku efnahagslögsögunni en líka á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC), sunnan við lögsögumörkin.

Tólf rússnesk fiskiskip reyndust vera á veiðum nálægt lögsögumörkunum en skipið sem var næst var 4,3 sjómílum utan við lögsögumörkin.

Ljósmynd af TF-SIF: Árni Sæberg.