Árlegt mælingaúthald sjómælingabátsins Baldurs er nú hafið en síðastliðinn mánudag hélt hann norður í Húnaflóa til dýptarmælinga við Strandir, en fyrir liggur uppfærsla sjókorta af svæðinu. Þetta er þriðja sumarið sem Baldur er við mælingar undan Ströndum en svæðið þykir afar erfitt og seinlegt til mælinga þar sem mikið er um grunn og boða. Mikilvægt […]
Árlegt mælingaúthald sjómælingabátsins Baldurs er nú hafið en síðastliðinn mánudag hélt hann norður í Húnaflóa til dýptarmælinga við Strandir, en fyrir liggur uppfærsla sjókorta af svæðinu.
Þetta er þriðja sumarið sem Baldur er við mælingar undan Ströndum en svæðið þykir afar erfitt og seinlegt til mælinga þar sem mikið er um grunn og boða. Mikilvægt þykir að mæla svæðið með nútíma tækni og nákvæmni og munu uppfærð sjókort auka öryggi sjófarenda til muna.
Baldur mun að mestu verða við mælingar á Húnaflóasvæðinu í sumar og fram á haust, en mælingaverkefni á öðrum svæðum liggja þó einnig fyrir.
Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá Baldur við akkeri á Hornvík þar sem hann hafði næturdvöl og hins vegar við mælingar við Smiðjuvíkurbjarg, þar sem fossinn Drífandi er í baksýn.