Skipstjóri skemmtiferðaskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fyrr í dag vegna bráðra veikinda um borð. Skipið var þá statt djúpt austnorðaustur af Langanesi. Vegna mikillar fjarlægðar frá landi var ákveðið að kalla út eftirlitsflugvélina TF-SIF og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar til að annast útkallið. Þegar Landhelgisgæslan þarf að sinna útköllum sem eru lengra en 20 sjómílum […]
Skipstjóri skemmtiferðaskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fyrr í dag vegna bráðra veikinda um borð.
Skipið var þá statt djúpt austnorðaustur af Langanesi.
Vegna mikillar fjarlægðar frá landi var ákveðið að kalla út eftirlitsflugvélina TF-SIF og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar til að annast útkallið.
Þegar Landhelgisgæslan þarf að sinna útköllum sem eru lengra en 20 sjómílum frá landi eru tvær þyrlur kallaðar út. Önnur annast útkallið meðan hin er til taks af öryggisástæðum. Í þessu tilfelli var skipið í 260 sjómílna fjarlægð frá landi þegar útkallið barst og þá var gripið til þess ráðs að fá eftirlitsflugvélina TF-SIF til að fljúga á undan þyrlunni í þeim tilgangi að athuga hentugustu flugleið fyrir þyrluna og einnig til að miðla samskiptum við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Mikið þoka var yfir austanverðu hafsvæðinu og kom það í hlut áhafnarinnar á TF-SIF að finna heppilegan stað til hífinga, sem skipti sköpum.
Verkefni sem þetta krefst mikils undirbúnings og um kvöldmatarleitið var búið að hífa sjúklinginn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar en þá var skipið í um 150 sjómílna fjarlægð frá landi. Frá vettvangi var flogið til Egilsstaða þar sem sjúklingurinn var færður um borð í flugvélina TF-SIF sem flutti viðkomandi til Reykjavíkur.
Útkallið gekk afar vel og reyndi á skipulag og samvinnu þriggja áhafna Landhelgisgæslunnar og varðstjóra í stjórnstöðinni í Reykjavík.