Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, heimsótti starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands í gær. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Þorbjörgu í flugskýli LHG á Reykjavíkurflugvelli þar sem farið var yfir helstu verkefni stofnunarinnar þessa dagana. Að auki sýndi áhöfn eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF tækjabúnað og getu vélarinnar til eftirlits, leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Að lokum […]
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, heimsótti starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands í gær.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Þorbjörgu í flugskýli LHG á Reykjavíkurflugvelli þar sem farið var yfir helstu verkefni stofnunarinnar þessa dagana.
Að auki sýndi áhöfn eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF tækjabúnað og getu vélarinnar til eftirlits, leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland.
Að lokum kynntist ráðherra störfum þyrlusveitarinnar um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þar sem verklag áhafnarinnar var kynnt og hífingar framkvæmdar á fjallinu Þorbirni.
Að flugi loknu var Þorbjörgu Sigríði þakkað kærlega fyrir komuna.
Garðar Árnason, flugstjóri, og Bjarni Sigurðsson, flugrekstrarstjóri, fara yfir getu eftirlitsflugvélarinnar.
Dómsmálaráðherra kynnti sér störf þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.