Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju í vikunni með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur. Þetta er í fjórða sinn sem Tékkar […]
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju í vikunni með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur.
Þetta er í fjórða sinn sem Tékkar annast loftýmisgæslu hér á landi.
Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitin kemur til með að hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt flugsveitum aðildarríkja Atlangshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands.
Varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands annast framkvæmd verkefnisins, í umboði utanríkisráðuneytisins, og í samstarfi við Isavia.
Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. maí til 2. júní, með fyrirvara um veður.