Aleksander Kropiwnicki, sendiherra Póllands á Íslandi, sæmdi á dögunum Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands pólskri heiðursorðu, fyrir hönd Donalds Tusks, forsætisráðherra Póllands, við hátíðlega athöfn á dögunum. Orðan sem ber heitið Order Zasługi Rzeczypospolitej Polskiej er ein af æðstu viðurkenningum sem pólska ríkið veitir erlendum ríkisborgurum fyrir framúrskarandi störf í þágu samskipta og samvinnu […]
Aleksander Kropiwnicki, sendiherra Póllands á Íslandi, sæmdi á dögunum Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands pólskri heiðursorðu, fyrir hönd Donalds Tusks, forsætisráðherra Póllands, við hátíðlega athöfn á dögunum.
Orðan sem ber heitið Order Zasługi Rzeczypospolitej Polskiej er ein af æðstu viðurkenningum sem pólska ríkið veitir erlendum ríkisborgurum fyrir framúrskarandi störf í þágu samskipta og samvinnu við Pólland.
Georg þakkaði pólskum stjórnvöldum fyrir sýndan heiður, fyrir sína hönd og Landhelgisgæslunnar. Hann ítrekaði mikilvægi áframhaldandi samstarfs landanna á sviði leitar-, björgunar- og öryggismála.