Flugsveit spænska flughersins kom til landsins í vikunni til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af sex F-18 orrustuþotum og allt að 130 liðsmönnum. Um er að ræða fyrstu loftrýmisgæslu Spánar á Íslandi. Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd verkefnisins verður með […]
Flugsveit spænska flughersins kom til landsins í vikunni til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af sex F-18 orrustuþotum og allt að 130 liðsmönnum.
Um er að ræða fyrstu loftrýmisgæslu Spánar á Íslandi. Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt flugsveitum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands.
Varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands annast framkvæmd verkefnisins, í umboði utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Isavia.
Með fyrirvara um veður er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. júlí til 28. júlí. Ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki um miðjan ágúst.