Sumarið hefur verið annasamt hjá stjórnstöð og flugdeild Landhelgisgæslunnar. Loftför Gæslunnar hafa sinnt margvíslegum verkefnum og útköllum undanfarnar vikur. Í júní og það sem af er júlí hafa varðstjórar stjórnstöðvar kallað loftför Landhelgisgæslunnar út í 69 skipti, þar af 39 sinnum nú í júlímánuði. Heildarfjöldi útkalla ársins stendur í 166 sem eru nokkuð færri útköll […]
Sumarið hefur verið annasamt hjá stjórnstöð og flugdeild Landhelgisgæslunnar. Loftför Gæslunnar hafa sinnt margvíslegum verkefnum og útköllum undanfarnar vikur. Í júní og það sem af er júlí hafa varðstjórar stjórnstöðvar kallað loftför Landhelgisgæslunnar út í 69 skipti, þar af 39 sinnum nú í júlímánuði.
Heildarfjöldi útkalla ársins stendur í 166 sem eru nokkuð færri útköll miðað við sama tíma í fyrra en þá voru útköllin orðin 195.
Árið 2024 var sett met í heildarfjölda útkalla sem urðu 334 talsins.
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.