Uppfærð útgáfa af smáforritinu Vaktstöð siglinga komin út

26. ágúst, 2025

Smáforritið, Vaktstöð siglinga, hefur verið uppfært en með forritinu geta skipstjórar tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar lagt er úr höfn. Forritið er einkum ætlað minni skipum, en ekkert er því til fyrirstöðu að stærri skip nýti það einnig. Hægt er að nálgast smáforritið í Play Store fyrir Android snjallsíma og í App Store fyrir Apple snjallsíma. […]

Smáforritið, Vaktstöð siglinga, hefur verið uppfært en með forritinu geta skipstjórar tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar lagt er úr höfn.

Forritið er einkum ætlað minni skipum, en ekkert er því til fyrirstöðu að stærri skip nýti það einnig. Hægt er að nálgast smáforritið í Play Store fyrir Android snjallsíma og í App Store fyrir Apple snjallsíma.

Eftir að forritinu hefur verið hlaðið niður geta skipstjórar skráð sig inn með kennitölu og í framhaldi tilkynnt skip sitt úr höfn. Skipstjórum farþegaskipa gefst jafnframt kostur á að skrá fjölda farþega og áhafnarmeðlima um borð.

Forritið er hannað þannig að ef ferilvöktunarbúnaður skips er óvirkur þegar lagt er úr höfn, birtist skipstjóra ábending um að hafa samband við Vaktstöð siglinga.