Ný útgáfa Tilkynninga til sjófarenda, útgáfa 9 – 2025, hefur verið send áskrifendum og birt á vefsíðu Landhelgisgæslu Íslands, sjá hér.
Aðalástæða Tts-9 er ný útgáfa af hafnarkorti Ísafjarðar, kort 417.
Miklar framkvæmdir eru og hafa verið í og við höfnina m.a. vegna aukinnar umferðar stærri skipa, farþegaskipa, til Ísafjarðar.
Sem kallar á útgáfu á nýju korti.
Ekki er algengt að hafnarkort séu uppfærð oft á ári, en miklar og örar breytingar hafa þó alltaf áhrif.
Má nefna Þorlákshöfn í því samhengi en þar hafa einnig verið miklar framkvæmdir vegna umferðar stærri skipa.
Fyrir vikið er mikilvægt að fyrirhugaðar framkvæmdir í höfnum séu tilkynntar til Vegagerðar eins fljótt og auðið er.
Það flýtir fyrir úrvinnslu og uppfærslum á sjóferðagögnum eins og við á.
Einnig er hafnarkort Bíldudals, kort 412, uppfært vegna lagningar sæstrengs yfir Arnarfjörð.
Þá er tilkynnt að rannsóknardufl Hafrannsóknastofnunar hafi verið fjarlægt.
Að endingu er minnt á skrá yfir gild sjókort og tilkynningar í þau, sem er að finna hér.