
Catherine De Bolle, framkvæmdastjóri Europol, heimsótti Landhelgisgæsluna í vikunni og fékk kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar, aðgerða og þróunar tóku á móti henni og fylgdarliði í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
De Bolle kynnti sér meðal annars starfsemi þyrlusveitarinnar sem vinnur náið með lögreglu og fór með sveitinni í æfingaflug þar sem meðal annars var flogið yfir gosstöðvarnar á Reykjanesi og varnargarðana í nágrenni Grindavíkur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Catherine De Bolle, framkvæmdastjóra Europol, Sigurð Heiðar Wiium, yfirflugstjóra, Lárus Helga Kristjánsson, flugmann, Elvar Stein Þorvaldsson, sigmann, Daníel Hjaltason, spilmann, Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóra stefnumótunar, aðgerða og þróunar og Írisi Björgu Kristjánsdóttur, sviðsstjóra alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra.