Samstarfssamningur Landhelgisgæslunnar og kanadísku strandgæslunnar undirritaður

18. desember, 2025

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Mario Pelletier, yfirmaður kanadísku strandgæslunnar, undirrituðu samstarfssamning í vikunni.

Markmið samningsins er að efla samstarf stofnananna tveggja á Norður-Atlantshafi með því m.a. að stuðla að aukinni upplýsingamiðlun, sameiginlegri þjálfun og æfingum sem og samstarfi á sviði umhverfismála.

Georg undirritaði samninginn um borð í varðskipinu Þór en Pelletier í Kanada en fulltrúar kanadísku strandgæslunnar komu til landsins í vikunni og kynntu sér starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Samningnum er einnig ætla að stuðla að því að báðar stofnanir hafi sem besta stöðumynd af hafsvæðinu á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Georg Lárusson að lokinni undirritun ásamt Ryan Tettamanti, yfirmanni þróunarmála hjá kanadísku strandgæslunni um borð í varðskipinu Þór.