Hafísflug vestur og norður af Vestfjörðum

30. desember, 2025

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, fór í hafískönnunarflug vestur og norður af Vestfjörðum í dag. Næst landi var ísröndin um 28 sjómílur norðvestur af Straumnesi og var ísspöng næst landi um 22 sjómílur norðaustur af Horni. Veðurstofa Íslands gaf út tilkynningu í gær þar sem hafískort hafði verið dregið eftir gervitunglamyndum sem bárust 28. og 29. október. Samkvæmt Veðurstofunni verða suðvestan- og síðar vestanáttir ríkjandi og því gæti hafísjaðarinn, ásamt stökum borgarísjökum, færst nær landi.

Áhöfnin á TF-SIF hafði samband við áhöfnina á fiskiskipinu Akurey sem hefur forðast ísinn undanfarna daga en samkvæmt áhöfninni hefur mikil ferð verið á ísnum til suðurs og austurs.

Landhelgisgæslan hvetur sjófarendur á þessum slóðum til að vera meðvitaða um legu hafíssins og sýna aðgæslu.