Landhelgisgæslan og danski sjóherinn æfðu saman

13. janúar, 2026

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði um helgina með áhöfn danska varðskipsins Thetis. Æfingin snerist m.a. um að æfa sameiginleg viðbrögð áhafnanna við leka í lest Freyju.  Aðgerðirnar hófust á að óskað var eftir aðstoð Thetis og skömmu síðar kom hluti áhafnar Thetis á léttbát með búnað til að bregðast við lekanum.

Þá voru viðbrögð sömuleiðis æfð við slysi sem líkt var eftir að hefði átt sér stað meðan á aðgerðunum stóð og var læknateymi danska varðskipsins kallað út í kjölfarið. 

Æfingin gekk afar vel og var sérlega lærdómsrík fyrir alla aðila. Æfingar sem þessar eru liður í mikilvægu og öflugu samstarfi danska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar.