
Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði hval rekið á land. Áhöfnin sendi léttbát frá skipinu til að kanna aðstæður umhverfis hræið en um nokkuð langan búrhval var að ræða.
Taugar voru settar í sporð búrhvalsins og að því búnu var hræið dregið á haf út.
Búrhvalurinn var dreginn um 25 sjómílur vestur af Straumnesi þar sem honum var sleppt utan við sjávarfallastrauma. Meðfylgjandi myndir sýna frá aðgerðum áhafnarinnar sem heppnuðust afar vel.









