Georg heilsaði upp á áhöfn þyrlu Thetis

22. janúar, 2026

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, heilsaði upp á áhöfn á þyrlu danska varðskipsins Thetis í stuttri viðdvöl hennar á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Áhöfn dönsku þyrlunnar nýtti sér aðstöðu Landhelgisgæslunnar á flugvellinum áður en þyrlunni var lent aftur á skipinu. Líkt og greint var frá í síðustu viku æfði áhöfnin á Freyju með áhöfn Thetis úti fyrir Seyðisfirði fyrr í mánuðinum.

Sérstaka athygli vakti að flugstjóri dönsku þyrlunnar var íslenskur en hann hefur verið í danska flughernum á undanförnum árum.