Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Stórstreymt og áhlaðandi - 30.11.2020

Olduspa_kl-1800_01-12-2020

Vegna vind- og ölduáhlaðanda má því gera ráð fyrir að sjávarhæð verði hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið um og eftir miðja vikuna.

Týr lét úr höfn - 27.11.2020

127819156_201472968261626_1742283990799605285_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý brást skjótt við þegar ákveðið var að kalla hana út á ellefta tímanum í morgun til að auka viðbragð á sjó þar sem engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk vegna verkfalls flugvirkja. 

Varðskipið Týr kallað út til að auka viðbragðsgetu á hafinu - 26.11.2020

Vardskipid-Tyr-i-Reykjavik-2020

Varðskipið Týr lætur úr höfn í Reykjavík um kvöldmatarleytið en áhöfn skipsins var kölluð út í morgun til að auka viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar á hafinu þar sem engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk vegna verkfalls flugvirkja.

Síðasta ferð Halldórs - 20.11.2020

IMG_4105_1605870518152

Halldór Nellett hóf í gær lokaferð sína sem skipherra á varðskipinu Þór þegar skipið lét úr höfn í Reykjavík. Þegar varðskipin Þór og Týr mættust á ytri höfninni þeytti áhöfnin á Tý flautuna Halldóri til heiðurs. Ferill Halldórs hjá Landhelgisgæslunni er glæsilegur en hann spannar tæp 50 ár.

Fiskibátur strandaði í Tálknafirði - 12.11.2020

YD9A0949

Lítill fiskibátur strandaði í sunnanverðum Tálknafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Einn var um borð í bátnum og gerði hann stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðvart um strandið. Aðrir fiskibátar komu fljótt að þeim strandaða og fljótlega tókst að koma honum á flot. 

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við ströndina vegna slæmrar veðurspár - 4.11.2020

Wave025_djup_swh_mwp_mwd_2020110400_042

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að stormspár eru í gildi á 16 af 17 spásvæðum Veðurstofunnar á hafinu umhverfis landið en gert er ráð fyrir mjög hvassri suðvestanátt á morgun og fram á föstudag. Á sama tíma gera ölduspár ráð fyrir mikilli ölduhæð sunnan- og vestanlands.

Þór kominn til Reykjavíkur - 4.11.2020

IMG_6551

Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Faxagarð í Reykjavík í morgun eftir tæplega þriggja vikna eftirlitsferð umhverfis landið. 

Varðskipið Þór aðstoðaði vélarvana fiskibát - 2.11.2020

IMG_6541

Áhöfnin á varðskipinu Þór aðstoðaði fiskibát með bilaða vél undan mynni Hvalfjarðar síðdegis í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um bátinn á fjórða tímanum en hann var þá staddur um fimm sjómílur suðsuðvestur af Akranesi. 

Loftrýmisgæslu lokið - 30.10.2020

201028-F-QP712-0041

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins er nú lokið en orrustuþotur bandaríska flughersins eru flestar farnar af landi brott. Verkefnið gekk vel þrátt fyrir að farsóttin hefði töluverð áhrif á framkvæmdina. Strangar sóttvarnarreglur voru viðhafðar vegna komu flugsveitarinnar sem fór í tvær skimanir auk vinnusóttkvíar við komuna til landsins. 

Óvænt og viðburðarík Íslandsheimsókn flutningaskips - 28.10.2020

20201026_164300_resized

Glöggir vegfarendur á sunnanverðu Snæfellsnesi og sjófarendur í norðanverðum Faxaflóa gætu hafa orðið varir við stærðarinnar flutningaskip undan Kirkjuhól í vikunni. Skipið er engin smásmíði, ríflega 40.000 tonn, 225 metrar að lengd og ristir fjórtán og hálfan metra. 

Fjarfundur sérfræðinga ACGF settur - 26.10.2020

IMG_6455

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands setti fjögurra daga rafræna ráðstefnu og skipulagsfund Arctic Coast Guard Forum, samtaka strandgæsla á Norðurslóðum, í dag. Landhelgisgæslan fer með formennsku í ráðinu til næsta vors en undir venjulegum kringumstæðum hefði fundurinn farið fram í Reykjavík. 

Áhöfnin á Þór kölluð út vegna togbáts sem sökk í Stöðvarfirði - 26.10.2020

IMG_3018

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út ásamt slökkviliði, lögreglu og björgunarsveitum í gær vegna togbáts sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði. Varðskipið var þá statt á Fáskrúðsfirði og hluti áhafnarinnar hélt af stað á undan skipinu á léttbát Þórs. 

Eftirlit við Miðjarðarhaf að nóttu sem degi - 20.10.2020

TF-SIF-Malaga-2020

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sinnir nú landamæraeftirliti á vegum Frontex við Miðjarðarhaf. Áhöfnin er á vaktinni bæði að nóttu sem degi. 

Aðflugsæfingar að Akureyrarflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins - 19.10.2020

IMG_8401

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland stendur nú yfir en að þessu sinni er gæslan í höndum bandaríska flughersins. Aðflugsæfingar að varaflugvöllum eru hluti af verkefninu en gera má ráð fyrir áframhaldandi aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli í þessari viku og mögulega einnig í næstu viku.

Nýir skipherrar - 16.10.2020

IMG_3648_1602855517769

Thorben Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar hjá Landhelgisgæslunni um næstu áramót. Þeir eiga sér áratuga farsælan feril hjá Gæslunni.

Samæfing varðskipa Landhelgisgæslunnar - 16.10.2020

IMG_0979

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu á Faxaflóa í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók sömuleiðis þátt.

Síða 1 af 7