Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Eyþór útskrifast frá US COAST GUARD ACADEMY - 20.5.2022

IMG_6420

Eyþór Óskarsson stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í Stjórnun (e. Management) við US Coast Guard Academy. US Coast Guard Academy er háskóli og sjóliðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar sem útskrifar verðandi stjórnendur stofnunarinnar með háskólapróf á hinum ýmsu sviðum og er staðsettur í New London í Connecticut fylki.

Sex sjúkraflug frá Vestmannaeyjum á árinu - 19.5.2022

IMG_1430

Á dögunum var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út til að annast sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Þoka olli því að ekki reyndist unnt að lenda á flugvellinum og ákvað áhöfn þyrlunnar að lenda á bílastæði á Hamrinum.

Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri - 9.5.2022

IMG_1034
Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Báturinn varð aflvana í kjölfarið og rak stjórnlaust í átt að klettum suður af eyjunni, rétt utan við mynni Hestfjarðar.

Þór og Freyja á Siglufirði - 9.5.2022

Thor-og-Freyja

Varðskipin Þór og Freyja eru sjaldnast á sama stað á sama tíma en í síðustu viku voru skipin bæði á Siglufirði. Bátsmennirnir Guðmundur St. Valdimarsson og Sævar Már Magnússon létu þetta tækifæri ekki renna sér úr greipum og tóku meðfylgjandi myndir af skipunum og áhöfnum þeirra við tilefnið.

Æfðu með slökkviskjólu í Skorradal - 6.5.2022

Slokkviskjola

Áhöfnin á TF-EIR æfði um helgina notkun nýrrar slökkviskjólu sem keypt var frá Kanada í fyrra. 

Strandveiðitímabilið hafið - 2.5.2022

6L8A8126

Í nógu hefur verið að snúast í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag þar sem strandveiðitímabilið hófst formlega á miðnætti. Fjölmörg skip og bátar eru í kerfum stjórnstöðvarinnar og þegar mest var voru ríflega 500 sjóför í ferilvöktun.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi heimsótt - 27.4.2022

1_1651073508013

Landhelgisgæslan og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa átt í afar góðu samstarfi á undanförnum áratugum. Landhelgisgæslan treystir á björgunarskip Slysavarnafélagsins sem staðsett eru víða um land ásamt þrautþjálfuðum áhöfnum þeirra. 

Töluverður viðbúnaður vegna frístundabáts sem ekki náðist samband við - 25.4.2022

Nota2_1600696453556

Töluverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis í dag vegna frístundaveiðibáts með sex innanborðs sem ekki náðist samband við. Samband rofnaði við bátinn á fjórða tímanum þegar hann var í mynni Önundarfjarðar og hófu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar eftirgrennslan sem ekki bar árangur.

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins að hefjast - 24.4.2022

Italy-Iceland-F-35-5

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst í vikunni með komu flugsveitar ítalska flughersins. Þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit vegna verkefnisins en flugsveit Ítala var seinast hér á landi fyrir tveimur árum.

Þyrlusveitin sótti veikan sjómann - 22.4.2022

IMG_5722.00_00_17_17.Still002

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærmorgun vegna veikinda um borð í íslensku línuskipi sem var á veiðum 64 sjómílur vestur af Sandgerði. Þegar komið var að skipinu var farið yfir framkvæmd hífinganna með áhöfn skipsins sem kunni vel til verka og gengu aðgerðirnar afar vel í blíðskaparveðri.

Æfingin Dynamic Mercy heppnaðist vel - 20.4.2022

IMG_6233

Landhelgisgæslan tók í vikunni þátt í alþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni Dynamic Mercy, sem til margra ára hefur farið fram með þátttöku stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, ISAVIA og annarra björgunarmiðstöðva við Norður-Atlantshafið. Æfingin er árleg og á sér yfir fjörutíu ára sögu. Varðskipið Þór tók þátt í æfingunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum í stjórnstöð Gæslunnar í Skógarhlíð. Þá tóku færeysku varðskipin Brimill og Tjaldrið sömuleiðis þátt.

Páskabingó um borð í Freyju - 13.4.2022

Bingo3

Eftir annasama viku þar sem áhöfnin á varðskipinu Freyju var þátttakandi í Norðurvíkingi 2022 hélt varðskipið heim á Siglufjörð eftir að hafa haft stutta viðkomu til höfuðborgarinnar þar sem viðurkenning var veitt fyrir fimmta og síðasta græna skrefið í ríkisrekstri.

Áhöfn Freyju æfði uppgöngu - 11.4.2022

IMG_E2528

Áhöfnin á varðskipinu Freyju tók þátt í svokallaðri uppgönguæfingu á dögunum þar sem hluti áhafnarinnar fór um borð í þýsku freigátuna Sacsen.

Áhafnir Þór og Arlinton æfðu saman - 8.4.2022

ARL-ThOR

Þessi skemmtilega mynd var tekin af skipunum tveimur á æfingu áhafna þeirra í gær en áhöfn varðskipsins hefur í vikunni tekið þátt í Norður-Víkingi 2022.

Sjómælingafólk fundaði í Reykjavík - 7.4.2022

NHC-hopmynd_1649348179972

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar hélt á dögunum 35. fund North Sea Hydrographic Commission (NSHC).

Leit og björgun æfð á Norðurvíkingi - 7.4.2022

IMG_E1477

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði leit og björgun ásamt áhöfn bandaríska þyrlumóðurskipsins Kearsarge og þýsku freigátunnar FGS Sachsen djúpt suður af landinu. 

Síða 1 af 3