70 ára afmæli danska flughersins fagnað á Keflavíkurflugvelli

Liðsmenn danska flughersins sinna viðhaldi á þyrlu í flugskýli Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

  • Flugherinn1

9.10.2020 Kl: 11:06

Á dögunum blésu liðsmenn danska flughersins til veislu í tilefni 70 ára afmælis konunglega danska flughersins sem stofnaður var þann 1. október 1950. Danski flugherinn sinnir viðhaldsskoðun á þyrlu sinni í flugskýli Atlantshafsbandalagsins sem rekið er af Landhelgisgæslunni á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Eins og sjá má á myndunum var vel hugað að sóttvörnum í afmælisveislunni. 

Landhelgisgæslan óskar danska flughernum að sjálfsögðu til hamingju með árin 70.

FLugherinn4Flugherinn sinnir viðaldsskoðun í flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli.

Flugherinn3Konunglegi danski flugherinn var stofnaður þann 1. október 1950.

Flugherinn2Danir blésu til veislu í tilefni af afmælinu.