Að gefnu tilefni vegna útgáfu sjókorta

  • Kort1

Að gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan, sem ábyrg er fyrir útgáfu sjókorta umhverfis Ísland, koma því á framfæri að samkvæmt nýjustu útgáfu af hafnarkorti af Siglufjarðarhöfn þá er dýpi á þeim stað þar sem Rifsnes SH-44 virðist hafa tekið niðri innan við 3 metrar. Þetta dýpi miðast við meðalstórstraumsfjöru sem er sá viðmiðunarflötur sem notaður er í íslenskum sem og alþjóðlegum sjókortum. Hafnarkortið af Siglufjarðarhöfn var síðast uppfært og gefið út af Landhelgisgæslunni í febrúar 2016. Landhelgisgæslunni hafa ekki borist upplýsingar um dýpkanir eða aðrar breytingar innan Siglufjarðahafnar síðan þá frá þar til bærum aðilum.