Aðmíráll danska flotans heimsótti Landhelgisgæsluna

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í gær á móti Torben Mikkelsen aðmírál danska flotans.

  • IMG_7199

23.11.2018 Kl: 10:20

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í gær á móti Torben Mikkelsen aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Starfsemi Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð, á Reykjavíkurflugvelli og í Keflavík var kynnt fyrir dönsku sendinefndinni.

Með í för var einnig Gorm Bergqvist sem tók á dögunum við 1. flotadeild danska sjóhersins.

Landhelgisgæslan hefur um langt árabil átt í miklu samstarfi við danska flotann sem annast eftirlit-, löggæslu, leit og björgun við Grænland og Færeyjar. Reglulega eru haldnar sameiginlegar æfingar og á Landhelgisgæslan í daglegu samstarfi við Arktisk Kommando (MRCC Grønland - Joint Arctic Command) sem varð til árið 2012 við sameiningu stjórnstöðvanna á Grænlandi og í Færeyjum.  Varðskip danska flotans sem og loftför flughersins sem starfrækt eru frá Grænlandi, umhverfis Færeyjar og annarstaðar á norðlægum slóðum heyra undir höfuðstöðvarnar og skiptast stjórnstöðvarnar daglega  á upplýsingum til að hafa sem gleggsta stöðumynd af hafsvæðinu umhverfis Ísland, Grænland og Færeyjar.

IMG_7196Hópurinn heimsótti flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

IMG_7184Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti hópnum.

Mynd-1Torben Mikkelsen og Georg Kr. Lárusson. 

IMG_7194Torben Mikkelsen og Georg Kr. Lárusson. 

IMG_7192Sindri Steingrímssom, flugrekstrarstjóri, segir frá starfsemi flugdeildar á Reykjavíkurflugvelli. 

Mynd-5Ásgrímur L. Ásgrímsson, Jón B. Guðnason, Georg Kr. Lárusson og Snorre Greil tóku á móti hópnum fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.

IMG_7182