Æfðu með slökkviskjólu í Skorradal
Algengt er að notkun slökkviskjólunnar fari fram á þessum árstíma.
6.5.2022 Kl: 10:21
Áhöfnin á TF-EIR æfði á dögunum notkun slökkviskjólunnar sem keypt var frá Kanada í fyrra. Fleiri æfingar af þessum toga fara fram næstu daga.
Æfingin fór fram í Skorradal og fór áhöfn þyrlunnar nokkrar með skjóluna en vatnið var sótt í Skorradalsvatn.
Á þessum árstíma leggur Landhelgisgæslan mikið kapp á að æfa notkun skjólunnar sem tekur um 2000 lítra af vatni í hverri ferð.