Æfðu Reykköfun á Ísafirði

Æfingin er mikilvægur liður í að viðhalda þjálfun og þekkingu á að bregðast við erfiðum aðstæðum.

  • 53795350_365148817666905_544835207295926272_n

Varðskipið Týr er nú við eftirlit og önnur störf á miðunum í kringum landið. Áhöfnin á skipinu nýtti tækifærið á dögunum og efndi til reykköfunaræfingar um borð í Ísborgu ÍS250 á Ísafirði. Varðskipsmenn fóru með léttbát yfir í Ísborgu og æfðu viðbrögð við eldsvoða á hafi úti en slíkar æfingar eru mikilvægur liður í að viðhalda þjálfun og þekkingu skipverjanna á að bregðast við erfiðum aðstæðum. Æfingin fór fram í blíðskaparveðri í Ísafjarðarhöfn og gekk afar vel.

53857870_2092475181044296_7218195975519600640_nÁhöfnin á varðskipinu Tý býr sig undir að æfa reykköfun.

54277905_2058935694213345_1039653497500336128_nÁhöfnin um borð í Ísborgu ÍS250

53661806_416679352235815_6557975028707622912_nTöluverðan búnað þarf til að bregðast við eldsvoða á hafi.

53595271_384637925689085_5475385773941325824_nBúnaði komið fyrir í léttbáti Týs.

54434553_965339300339006_5238003167714607104_n-1-Blíðskaparveður var á Ísafirði í gær.

54257329_339944416652987_8260535266393980928_nVarðskipið Tý er vel tækjum búið.

53523382_402552153840730_2413890724090085376_nGarðar Rafn Nellett og Kristinn Jóhannesson.

53556603_3101638459862251_5203777720089051136_nMyndir: Garðar Rafn Nellett.