Æft á Kollafirði

Sameiginleg æfing þyrlusveitar og áhafnarinnar á varðskipinu Þór gekk afar vel.

  • GH010132.00_00_31_50.Still001

7.5.2021 Kl: 11:14

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór efndu til sameiginlegrar sjóbjörgunaræfingar fyrr í vikunni. Rjómablíða var í Kollafirði meðan á æfingunni stóð. 

Híft var úr björgunarbáti þar sem tveimur dúkkum hafði verið komið fyrir og þær hífðar úr bátnum. Að því búnu voru tvær dúkkur hífðar úr sjó. 

Æfingar sem þessar eru afar mikilvægar enda þýðingarmikið að handtökin séu þrautþjálfuð svo allt gangi snurðulaust fyrir sig þegar mikið liggur við.

Æft á Kollafirði

GH010132.00_03_53_29.Still003Áhöfnin á varðskipinu Þór.

GH010132.00_02_15_19.Still002Dúkkan í sjónum.

GH010132.00_00_31_50.Still001Æfingin gekk vel.