Áhöfnin á TF-EIR æfði notkun nýrrar slökkviskjólu um helgina.
27.5.2021 Kl: 13:20
Áhöfnin á TF-EIR æfði um helgina notkun nýrrar slökkviskjólu sem keypt var frá Kanada á dögunum. Æfingin fór fram í Skorradal og fór áhöfn þyrlunnar sex ferðir með skjóluna en vatnið var sótt í Skorradalsvatn. Mikið kapp var lagt á að finna nýja skjólu eftir að slökkviskjóla Landhelgisgæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum en undanfarin ár hafði Landhelgisgæslan bent á að skjólan væri komin til ára sinna. Nýja skjólan er sambærileg þeirri gömlu, tekur um 2000 lítra af vatni í hverri ferð.
Búnaður sem þessi liggur ekki á lausu og því er afar gleðilegt að sjá slökkviskjóluna komna til landsins jafn skjótt og raun ber vitni. Nýja skjólan er sambærileg þeirri gömlu, tekur um 2000 lítra af vatni í hverri ferð.
Árni Sæberg, ljósmyndari, var með í för í Skorradal um helgina og tók þessar skemmtilegu myndir.
Brynhildur Ásta Bjartmarz, flugmaður, og Daníel Hjaltason, flugvirki og spilmaður, skoða skjóluna.
Skjólan borin um borð í þyrluna.
Vatn sótt í Skorradalsvatn.
Tekið á loft.
Walter Ehrat, flugstjóri, og Teitur Gunnarsson, stýrimaður og sigmaður.
Walter Ehrat, flugstjóri, og Teitur Gunnarsson, stýrimaður og sigmaður. Kristján Björn Arnar, flugvirki og spilmaður í bakgrunni.
Vatninu sleppt úr skjólunni.
Vatninu sleppt úr skjólunni.