Æft um borð í Ægi

Fyrsta æfinginin í langan tíma þar sem varðskipið Ægir og þyrlusveit leika stórt hlutverk.

  • 84054702_247759262876783_9147142354535186432_n

3.3.2020 Kl: 17:25

Undanfarin ár hefur varðskipið Ægir legið bundið við bryggju við Skarfabakka og ekki verið í hefðbundnum rekstri. Skipið á sér glæsta sögu og spilaði stóran þátt í starfsemi Landhelgisgæslunnar um árabil.

Á dögunum fór þar fram fyrsta æfingin með þyrlusveit eftir langt hlé þegar nýliðaþjálfun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Brunamálaskólans fór þar fram. Áhöfnin á TF-GRO flutti liðsmenn slökkviliðsins um borð til reykköfunaræfingar í vélarúmi.
Æfingin heppnaðist afar vel en leiðbeinendur voru Einar Örn Jónsson og Guðjón Guðjónsson, slökkviliðsmenn, Guðmundar St. Valdimarssonar, bátsmaður og Hreggviður Símonarson, stýrimaður og sigmaður. Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson.
84417845_2714534648612044_2776828186590183424_nReykköfun var æfð um borð í Ægi.83147103_280363166258015_8387669738624385024_nÞyrlupallur varðskipsins.
84358479_2437932979792967_6472547888672014336_nUndirbúningur í fullum gangi.
83162414_595772164311822_2434901648267542528_nHreggviður Símonarson, sigmaður og stýrimaður.