Áhafnir Þór og Arlinton æfðu saman

Áhöfn varðskipsins fór um borð í Arlington og meðferð slasaðra var meðal annars æfð.

  • ARL-ThOR

8.4.2022 Kl: 15:19

Hefur varðskipið Þór minnkað, er bandaríska herskipið Arlington svona stórt eða er sjónarhornið að blekkja?

Þessi skemmtilega mynd var tekin af skipunum tveimur á æfingu áhafna þeirra í gær en áhöfn varðskipsins hefur í vikunni tekið þátt í Norður-Víkingi 2022.
Í gær voru tveir harðbotnabátar varðskipsins við æfingar við skut Arlington en skutlúgu skipsins var slakað niður og lögðust bátarnir þar upp að. Fjórir úr áhöfn Þórs fóru um borð í Arlington og fór æfing í meðferð slasaðra meðal annars fram um borð í bandaríska skipinu. Íslensku varðskipsmennirnir fengu góðar móttökur um borð.
Páll Geirdal, skipherra á Þór, fylgdist með æfingunni sem gekk eins og í sögu.
Skipherra-horfir-eftirPáll Geirdal, skipherra á Þór, fylgist með æfingunni. 
Aefing-medferd-slasadra-2Æfing í meðferð slasaðra um borð í USS ARLINGTON. 
Ystm-fer-um-bord-i-ARLYfirstýrimaður fer um borð í USS ARLINGTON.
AhafnirÁhafnir skipanna. 
Skutur-sokkt-8-fetSkutnum sökkt um rúma tvo metra.