Áhafnir Þór og Arlinton æfðu saman
Áhöfn varðskipsins fór um borð í Arlington og meðferð slasaðra var meðal annars æfð.
8.4.2022 Kl: 15:19
Hefur varðskipið Þór minnkað, er bandaríska herskipið Arlington svona stórt eða er sjónarhornið að blekkja?
Þessi skemmtilega mynd var tekin af skipunum tveimur á æfingu áhafna þeirra í gær en áhöfn varðskipsins hefur í vikunni tekið þátt í Norður-Víkingi 2022.Í gær voru tveir harðbotnabátar varðskipsins við æfingar við skut Arlington en skutlúgu skipsins var slakað niður og lögðust bátarnir þar upp að. Fjórir úr áhöfn Þórs fóru um borð í Arlington og fór æfing í meðferð slasaðra meðal annars fram um borð í bandaríska skipinu. Íslensku varðskipsmennirnir fengu góðar móttökur um borð.
Páll Geirdal, skipherra á Þór, fylgdist með æfingunni sem gekk eins og í sögu.
Páll Geirdal, skipherra á Þór, fylgist með æfingunni.
Æfing í meðferð slasaðra um borð í USS ARLINGTON.
Yfirstýrimaður fer um borð í USS ARLINGTON.
Áhafnir skipanna.
Skutnum sökkt um rúma tvo metra.