Áhöfnin á TF-GRO flutti slasaðan skipverja á Landspítalann

Slysið varð um borð í togara sem staddur var um 30 sjómílur suður af Selvogi.

  • Thyrluaefing-2-med-TF-GRO-a-Breidafirdi-1-

18.03.2020 Kl: 07:50

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti slasaðan skipverja á Landspítalann í Fossvogi í nótt. Slysið varð um borð í togara sem staddur var um 30 sjómílur suður af Selvogi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um slysið á tólfta tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þegar í stað kölluð út. 

TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 23:51 og var komin að skipinu um tuttugu mínútum síðar. Sigmaður og læknir fóru um borð í skipið og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. 

Hífingar gengu vel og TF-GRO lenti við Landspítalann í Fossvogi laust eftir klukkan eitt.