Annasamt og eftirminnilegt ár að baki

Varðskipið Freyja bættist í flotann, bygging nýs flugskýlis hófst og þyrlusveitin sinnti 265 útköllum sem næst mesti fjöldi þyrluútkalla frá upphafi.

  • TF-EIR-gosid

3.1.2022 Kl: 13:35

Árið 2021 verður lengi í minnum haft hjá Landhelgisgæslunni. Varðskipið Freyja bættist í flotann, bygging nýs flugskýlis hófst og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 265 útköllum sem er næst mesti fjöldi þyrluútkalla frá upphafi. 

Janúar

Varðskip Landhelgisgæslunnar voru í aðalhlutverki í janúar vegna vetrarveðurs víða á landinu. Í annarri viku ársins var áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út þegar mikill leki kom aðfóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Pramminn sökk skömmu síðar en svo vildi enmitt til að varðskipið Þór var statt í firðinum.

Prammi sekkur í Reyðarfirði

Eirikur-Bragason-Pall-Geirdal-og-Anton-Orn

Varðskipin Þór og Týr voru samtímis viðbragðsstöðu vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi í janúar. Þór var sendur vestur á firði og Týr var til taks norðan við landi. Áhöfnin á varðskipinu Tý var meðal annars kölluð út til að annast sjúkraflutning frá Siglufirði. Þar þurfti kona að komast undir læknishendur á Akureyri en ekki reyndist unnt að flytja hana landleiðina.

141992545_230121405375579_7855641323866706664_n

Sjúkrabíll beið konunnar á bryggjunni á Akureyri og kom henni undir læknishendur. 
Vetrarlegt í Eyjafirði Vetrarlegt var um að litast í janúar í Eyjafirði.
Febrúar

Áhafnir þyrlna Landhelgisgæslunnar æfa reglulega, bæði á sjó og landi. Veðrið á suðvesturhorninu var einstaklega fallegt fyrsta dag febrúarmánaðar og aðstæðurnar á fjallaæfingu voru góðar þann daginn. Æfðar voru hífingar á Ingólfsfjalli og í Reykjadal í blíðskaparveðri eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Æfing þyrlusveitar í febrúar

Bilun kom upp í varðskipinu Tý í febrúar. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík þar sem í ljós kom að bilunin var alvarlegri en gert var ráð fyrir. Skipið var tignarlegt í slippnum við Mýrargötu.

TYR-i-slipp

Í febrúar sinntu áhafnir Landhelgisgæslunnar og eftirlitsmenn Fiskistofu víðtæku eftirliti á loðnumiðum með varðskipunum Tý og Þór. Einnig sinnti þyrlusveit Gæslunnar eftirliti úr lofti og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði heildarsýn yfir veiðarnar, var í reglulegu sambandi við skipin, móttók frá þeim tilkynningar um afla og leiðbeinti um ýmis atriði.

Eftirlit með loðnuveiðum í febrúar

Eftirlit með loðnuveiðum í febrúar.

150911074_782002692411715_2967821882852282646_n

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom flugvélinni í skjól í flugskýli á Sikiley um miðjan mánuðinn þegar eldfjallið Etna minnti enn einu sinni á sig og byrjaði að gjósa. Töluvert öskufall fylgdi gosinu og því þótti brýnt að koma vélinni fyrir í flugskýli á flugvellinum í Catania. Etna er virkasta eldfjall Evrópu og gýs reglulega. Áhöfnin á TF-SIF sinnir reglulega landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. Áhöfnin var nýlent á Sikiley eftir eftirlitsflug þegar Etna rankaði við sér.

150215307_327531758676832_6966791523105431767_n

Traust

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts almennings samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup sem birtust í febrúar. 86% þjóðarinnar ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þetta var ellefta árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.
Graen-skref

Í byrjun febrúar höfðu allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands lokið við að stíga fyrsta græna skrefið í ríkisrekstri. Umfangsmikil innleiðing og fræðsla um umhverfismál hefur átt sér stað á árinu í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli, um borð í báðum varðskipunum, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á skrifstofum LHG í Skógarhlíð 14.

Mars

DSC00551

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar um borð í varðskipinu Þór þar sem hún tilkynnti að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ráðist yrði í kaup á varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna. „Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi ástand varðskipsins Týs er afar brýnt að grípa án tafar til ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi landsmanna með öflugu skipi til hliðar við varðskipið Þór. Ekki er unnt að halda uppi viðunandi öryggisstigi með aðeins einu varðskipi þótt öflugt sé og því lagði ég til og ríkisstjórnin samþykkti að hefjast þegar handa við kaup á nýlegu skipi sem mun koma í stað varðskipsins Týs sem hefur þjónað landsmönnum með glæsibrag í næstum hálfa öld,“ sagði Áslaug Arna á fundinum. Undirbúningur útboðs hófst þegar í stað en staða á mörkuðum notaðra skipa var afar góð.

Image00006_1615498297719

Varðskipið Þór, rannsóknarskipið Árni Friðriksson og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út um miðjan mánuðinn þegar Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Árni Friðriksson tók skipið í tog en varðskipið Þór tók svo við drættinum og skipið var dregið til hafnar í Stykkishólmi.

TF-EIR-gosid

Eldgos hófst í Geldingadölum á Reykjanesi. Þyrlusveitin flaug með vísindamenn um svæðið og flutti búnað sem notaður var til vísindastarfa og var einnig kölluð út til að bjarga búnaði. Þá var þyrlusveitin kölluð út vegna slysa á fólki sem lagði leið sína á svæðið til að berja gosið augum. Í mörgum tilfellum slasaðist fólk í brattlendi og fyrirséð að burður yrði mikill og erfiður fyrir björgunarfólk. Í slíkum tilfellum var þá gripið til þess ráðs að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fólk örmagnaðist einnig á svæðinu og týndist og þá var þyrlusveitin einnig kölluð út.

Flugstjornarklefi_1622468179095


Image0

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hífði fimm farþega farþegabáts frá borði í Fljótavík um miðjan marsmánuð eftir að leki kom að bátnum. Ákveðið var að hífa fólkið frá borði til að gæta fyllsta öryggis. Áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, dró farþegabátinn til hafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. Farþegana sakaði ekki.

Fimm hífðir í Fljótavík

FALLBYSSA-6

Fallbyssurnar á varðskipum Landhelgisgæslunnar eru sem betur fer lítið notaðar. Endrum og sinnum þarf þó að dusta rykið af þeim og rifja upp réttu handtökin. Í mars hélt áhöfnin á varðskipinu Þór fallbyssuæfingu og var þá hleypt af fallbyssunni af afturþilfari varðskipsins. Æfingin gekk vel.

Eins og gefur að skilja gegna æfingar veigamiklu hlutverki í störfum varðskipsáhafna Landhelgisgæslu Íslands. Ein slík fór fram um miðjan mánuðinn þegar þegar reykköfunaræfing var haldin um borð í Fönix ST-177 á Hólmavík.

Reykköfunaræfing

Apríl 

ACGF6

Landhelgisgæsla Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun stóð fyrir alþjóðlegu leitar-, björgunar-, og mengunarvarnaæfingunni Arctic Guardian sem fór fram á netinu vegna heimsfaraldursins.Á æfingunni voru viðbrögð við stórslysi undan Norðurlandi æfð af fulltrúum átta strandgæslna sem mynda samstarfsvettvanginn Arctic Coast Guard Forum auk samstarfsstofnana. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flutti ávarp við upphaf æfingarinnar.

9_1618586991054

Tveggja ára formennsku Landhelgisgæslu Íslands í samtökum strandgæslna á norðurslóðum lauk með fundi forstjóra stofnananna. Strandgæslustofnanir átta ríkja, Bandaríkjanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar, mynda samráðsvettvanginn. Á fundinum ræddu forstjórarnir helstu áskoranir á norðurskautinu og upplýstu um helstu verkefni og áskoranir sinna stofnana. 

8_1618586991105

Georg Kr. Lárusson undirritaði, fyrir hönd hópsins, yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf strandgæslustofnananna. Í lok fundar tóku Rússar við formennsku í ráðinu og verða í forsvari fyrir samtökin til ársins 2023.


Baujudropp-14-

Landhelgisgæsla Íslands hefur undanfarin ár verið nokkrum háskólum í Bandaríkjunum sem og stofnunum á vegum háskólasamfélagsins innan handar við dreifingu á mælingaduflum, yfirborðs svifnökkvum og litlum ómönnuðum rannsóknarkafbátum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. 

Baujudropp-11-

Verkefnið kallast NISKINe (e. Near Inertial Shear and Kinetic Energy in the North Atlantic experiment). Fyrr á árinu höfðu tengiliðir verkefnisins innan Hafrannsóknarstofnunar og Veðurstofunnar samband við Landhelgisgæsluna fyrir hönd kollega sinna í Bandaríkjunum og spurðust fyrir um hvort mögulegt væri að dreifa 36 mælingaduflum í sérstakri röð djúpt suður af Vestmannaeyjum. Hittist þannig á að áætlað var að varðskipið Þór yrði við störf undan Suðurlandi í byrjun apríl.

Duflunum var því í snarhasti komið um borð í skipið og þeim dreift í apríl. Að auki var tveimur ómönnuðum rannsóknarkafbátum stýrt inn á svæðið þannig að hægt væri að taka þá um borð. Að endingu urðu duflin í heild 46 sem dreift var á 36 staði. 

Duflum komið fyrir

Duflum komið fyrir.

Baldur-vid-maelingar-i-Breidafirdi

Þann 14. apríl voru þrjátíu ár frá því að sjómælingabátnum Baldri var hleypt af stokkunum á Seyðisfirði. Báturinn hefur reynst Landhelgisgæslunni afar vel á þeim þrjátíu árum sem hann hefur verið nýttur til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna enda fjölnota með meiru.

IMG_6448

Áhöfn varðskipsins Þórs fór í lok aprílmánaðar í land í Kolbeinsey og mældi eyjuna en undanfarin ár hefur hún töluvert látið undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Frá vesturs til austurs reyndist eyjan vera 20 metrar og frá norðri til suðurs reyndist hún vera 14,5 metrar á lengd.

Kolbeinsey er nyrsti punktur Íslands og var miðað við hana þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands. Varðskip og flugvélar Landhelgisgæslunnar hafa fylgst með þróun eyjunnar í gegnum tíðina.

Kolbeinsey mæld

Kolbeinsey mæld

Maí

182184411_4363320800356053_1638187110865904397_n

DSC06023

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna gróðurelda í byrjun mánaðarins. Þegar gróðureldar eru annars vegar hefur gjarnan reynst vel að nota sérstaka slökkviskjólu til verksins, sér í lagi ef erfitt er að komast að með hefðbundnum slökkvitækjum.

Þyrlusveitin gerði slökkviskjóluna tilbúna í flugskýli Landhelgisgæslunnar og tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan níu. Slökkviskjólan var fyllt af vatni við Hvaleyrarvatn og Kleifarvatn. TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug yfir eldinn og dreifði vatni yfir. Alls voru farnar sex ferðir með skjóluna með góðum árangri. Meðfylgjandi myndband sýnir hvernig skjólan er fyllt af vatni og seinna myndbandið sem tekið var um borð í þyrlunni sýnir hvernig vatninu er dreift yfir eldinn.

Slökkvistörf með slökkviskjólu

Vatn sótt í Hvaleyrarvatn.

Slökkvistörf með slökkviskjólu

Slökkvistörf með slökkviskjólu.

TF-GNA-1_1628172909512

Innleiðingu leiguþyrlanna lauk í ár með komu þriðju og síðustu þyrlunnar, TF-GNA, af gerðinni Airbus Super Puma H225 til landsins. Þyrlurnar, TF-GNA, TF-EIR og TF-GRO hafa reynst sérlega vel.

_S4I1557_1641215814246

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tekur mynd af TF-GNA við komuna til landsins. Mynd: Árni Sæberg.

IMG_5299

Í maí hélt áhöfnin á varðskipinu Þór árlega æfingu þar sem notkun mengunarvarnabúnaðar varðskipsins var æfð. Mengunarvarnargirðing varðskipsins Þórs, sem er um 300 metra löng, var dregin út auk þess sem olíudæla skipsins var sett í hafið. Hlutverk hennar er að dæla olíu úr sjó og um borð í varðskipið. Hér má sjá myndband frá æfingunni: 

Mengunarvarnarbúnaður

IMG_6523_Unnin2

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Landhelgisgæsluna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Blinken ásamt þeim Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Washington, Bryndísi Kjartansdóttur, skrifstofustjóra öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Jóni B. Guðnasyni, framkvæmdastjóra varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.

Image00019

Varðskip Landhelgisgæslunnar og sjómælingabáturinn Baldur eru sjaldnast á sama tíma á sama stað nema þegar skipin liggja bundin við bryggju í Reykjavík yfir jól og áramót eða á milli eftirlitsferða. Sérstakar aðstæður vegna mismunandi verkefna skipanna urðu til þess að varðskipin og sjómælingabáturinn Baldur mættust á Ísafjarðardjúpi og við það tilefni var tekin mynd af öllum flotanum.

Samsigling

Image00001_1622207686538

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja bólusetti íbúa á Reykjanesi í húsnæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Samstarf HSS og Landhelgisgæslunnar gekk afar vel.

_O0A4494

Áhöfnin á TF-EIR æfði notkun nýrrar slökkviskjólu sem keypt var frá Kanada í maí. Æfingin fór fram í Skorradal og fór áhöfn þyrlunnar sex ferðir með skjóluna en vatnið var sótt í Skorradalsvatn. Mikið kapp var lagt á að finna nýja skjólu eftir að slökkviskjóla Landhelgisgæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk fyrr í mánuðinum en undanfarin ár hafði Landhelgisgæslan bent á að skjólan væri komin til ára sinna. Nýja skjólan er sambærileg þeirri gömlu, tekur um 2000 lítra af vatni í hverri ferð.

Júní

Hreinni-Hornstrandir-19062021-15-

Hreinni-Hornstrandir-Ca-11-

Áhöfn varðskipsins Týs tók þátt í sérstaklega skemmtilegu verkefni í friðlandinu á Hornströndum í júní. Vaskur hópur tuttugu og fimm sjálfboðaliða hreinsaði rusl úr fjörum Hlöðuvíkur en þar hófst verkefnið einmitt fyrir sjö árum.

Kapprodur

Sjomannadagur-2021.jpg1

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins víða um land. Áhöfnin á varðskipinu Þór var stödd í Vestmannaeyjum þar sem hún var viðstödd afhjúpun minnisvarðar um strand belgíska togarans Pelagus í janúar árið 1982 þar sem fjórir fórust. Áhöfnin á Þór tók einnig þátt í kappróðri í Eyjum og gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum.

Júlí

201020-F-QP712-0535

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófst með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Norðmenn og Pólverjar önnuðust einnig loftrýmisgæslu hér á landi á árinu.

Ágúst

TF-EIR-i-thoku-Ulfarsarfell

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á ferð og flugi um verslunarmannahelgina og sinnti fjölmörgum verkefnum, þar af fjórum útköllum. Eitt þeirra var farið á Úlfarsárfell þar sem kona slasaðist. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi. Konan var í miklum bratta og erfitt að koma henni landleiðina niður. Að auki gerði mikil þoka björgunarfólki erfitt fyrir. Vegna þokunnar hélt TF-EIR út fyrir Gróttu, inn fyrir Geldinganes og þaðan upp að Úlfarsfelli. Þar fylgdi björgunarsveitarmaður þyrlunni á staðinn og sigmaður seig niður til konunnar sem var svo hífð um borð í þyrluna. Samstarf allra viðbragðsaðila á staðnum var til sannkallaðrar fyrirmyndar. Flogið var með konuna á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið eftir henni og flutti hana á sjúkrahús.Þrjár flugvélar bandaríska flughersins af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu hingað til lands í ágúst og höfðu tímabundið aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna æfinga. Vélarnar komu hingað til lands frá Bandaríkjunum og alls tóku um 200 liðsmenn flughersins þátt í verkefninu. Með æfingunum gafst bandarísku flugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið hér á landi og æfði með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. 

b2 Keflavik

Vardskipid-Thor_1609164504038

Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Reykjavík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli urðu varar við umferð þriggja óþekktra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar en utan landhelginnar fyrr í mánuðinum. Tvö skipanna voru austan við landið og eitt á siglingu norður af landinu.

Engin lýsing til

Varðskipið Þór fylgdist með ferðum eins skipsins í ratsjá og þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í tvígang sendar austur fyrir land til að bera kennsl á hin skipin tvö. Athugun Landhelgisgæslunnar leiddi í ljós að um var að ræða rússnesk skip, öll á vegum rússneska flotans, þar af eitt olíuskip. Áhafnir íslenskra fiskiskipa sýndu ferðum skipanna áhuga og tilkynntu um þær til Landhelgisgæslunnar.

Þrátt fyrir að skipin hafi verið innan efnahagslögsögunnar voru þau á alþjóðlegu hafsvæði með tilliti til siglinga og annarra athafna. Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum skipanna sem yfirgáfu efnahagslögsöguna nokkrum dögum síðar.

20210817_204112

Áhöfnin á varðskipinu Þór kom sex jarðskjálftamælum fyrir neðansjávar í ágústmánuði. Verkefnið var á vegum hins virta Cambridge háskóla og voru þrír vísindamenn skólans með í ferðinni. 
September

Aslaug-Arna-Sigurbjornsdottir-og-Georg-Larusson-i-flugskyli-LHG

Olof-Birna-Olafsdottir-flugrekstrarstjori

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hófst í haust. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022. Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks. Öryggisfjarskipti ehf. annast byggingu flugskýlisins.

Freyja-teikning

Í september var gengið frá bindandi samkomulagi  varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð. Einungis tvö þeirra reyndust gild og var lægra tilboðinu tekið. Einnig var ákveðið að Freyja hefði heimahöfn á Siglufirði.

IMG_1034Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi í september. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu varir við að skipið væri að veiðum innan reglugerðasvæðis 742/2021 þar sem allar veiðar með fiskbotnvörpu hafa verið bannaðar frá 1. júlí til áramóta. Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út og send austur til að kanna málið. Sigmaður þyrlunnar fór um borð, skoðaði afladagbók og gerði skipstjóra togskipsins að halda til hafnar til frekari rannsóknar.

Október

Image00004_1633354222098

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni almannavarna til að aðstoða við rýmingu í Útkinn vegna aurskriðna sem þar féllu. Flogið var með fjóra ábúendur á bænum Björgum í Útkinn til Húsavíkur. Þyrlusveitin var til taks á Akureyri yfir nóttina og flaug um svæðið ásamt lögreglu eftir hádegi í gær til að meta aðstæður. 

20211008_155531

Tólf starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra voru í október útskrifaðir sem björgunarkafarar við hátíðlega athöfn í Skógarhlíð eftir átta vikna námskeið.

Fjórir skipverjar á skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi voru hífðir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um strandið laust eftir miðnætti. Meðfylgjandi er myndband af aðgerðunum. 

Skúta strandar við Æðey

Sidustu-hrae-um-bord

Áhöfnin á varðskipinu Þór dró um fimmtíu grindhvalshræ úr fjörunni í Melavík á Ströndum um borð í varðskipið Þór um miðjan október. Grindhvalina rak á land í Árneshreppi á Ströndum fyrr í mánuðinum. Hræin voru dregin með léttbátum varðskipsins og hífð með krana um borð í Þór. 

Grindhvalir

Frá aðgerðum í Melavík á Ströndum.

Sprengjuserfraedingur-a-aefingu

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst formlega á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í október. Þetta var í tuttugasta sinn sem æfingin var haldin.

Einar-Valsson-og-Fridrik-Hoskuldsson

Varðskipið Freyja fór í slipp í Rotterdam þar sem það var málað í litum Landhelgisgæslunnar. Prófanir fóru fram á skipinu og búnaði þess og gengu vel. 


249217180_559254988706130_4778105120559511239_n

Freyja tók sig vel út í fánalitunum í Rotterdam. 

Nóvember

_O0A5842

Varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði þann 6. nóvember eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Fjölmargir lögðu leið sína á Hafnarbryggjuna á Siglufirði til að berja skipið augum þegar það kom til hafnar í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að auki keyrðu viðbragðsaðilar á Norðurlandi í samfloti frá Strákagöngum skipinu til heiðurs auk þess sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skaut þremur heiðursskotum úr fallbyssu þegar skipið kom siglandi inn fjörðinn.

_S4I7276

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar héldu ávarp á bryggjunni og óskuðu Landhelgisgæslunni og íslensku þjóðinni til hamingju með varðskipið Freyju. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, blessaði skipið áður en gestir gengu um borð í Freyju.

_O0A5776

Ahofn

Varðskipið Týr kom úr sinni síðustu eftirlitsferð fyrir Landhelgisgæslu Íslands um miðjan mánuðinn þegar skipið lagðist að bryggju við Faxagarð í Reykjavík. Týr hefur leikið afar stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar undanfarna áratugi.

Desember

Freyja með Francescu í togi

Varðskipið Freyja tók flutningaskipið Franciscu í tog frá Straumsvík til Akureyrar. Þetta var fyrsta verkefni varðskipsins. Nokkru síðar var áhöfn Freyju kölluð út þegar færeyskt fiskiskip strandaði við Voga á Vatnsleysuströnd. Engan sakaði. Vel gekk að koma skipinu aftur á flot og var það dregið af Freyju til Hafnarfjarðar. 

Dreginn af strandstað í nótt - Víkurfréttir

Masilik á standstað. 

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti alls 265 útköllum á árinu. Langflest voru útköllin vegna slysa eða veikinda á landi. 56 útköll voru tengd sjónum í ár með einum eða öðrum hætti. 


Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, fagnaði sjötugsafmæli fyrr í mánuðinum og lét af störfum nú um áramótin eftir rúmlega þrjátíu ára farsælt starf hjá Gæslunni. Sigurður er fæddur á Siglufirði þann 3. desember 1951 og ólst þar upp hjá foreldrum föður síns en síðan hjá föðurbróður sínum og konu hans. Landhelgisgæslan tók feril Sigurðar saman í máli og myndum. 

Sigurður Ásgrímsson

Stjórnstöð

20200402_150539335_iOSYfir 50 þúsund mál komu til afgreiðslu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á árinu. Flest þeirra, eða yfir 33 þúsund, höfðu með brottfall úr ferilvöktunarkerfunum að gera. Slíkum málum þarf að fylgja eftir og ekki hægt að loka málunum fyrr en að tryggt sé að fullvíst sé að skipin eða bátarnar séu heilir á húfi. Hin málin eru af margvíslegum toga en þar má nefna merki frá neyðarsendum, afskipti af siglingum skipa á siglingaleiðinni fyrir suðvestur land sem sérstakar reglur gilda um, leit, björgun og ýmiskonar aðstoð vegna skipstranda, leka, vélabilana, aðstoð við almannavarnair, löggæsla á hafinu o.fl.