Baldur í slipp

Sjómælingaskipið Baldur er komið í slipp

  • 20230217_160348_resized

2.3.2023 Kl: 12:02

Sjómælingaskipið Baldur var tekið í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 17. febrúar s.l. til reglubundins eftirlits í samræmi við skilmála flokkunarfélagsins Bureau Veritas.

Fyrst og fremst er um bolskoðun að ræða auk botnhreinsunar og botnmálunar. Skipið var einnig heilmálað ofan sjólínu. Þá er unnið að minniháttar viðhaldi í vélarúmi auk þess sem unnið verður að lagfæringum á gólfi í brú og í vistarverum áhafnar.

Í ár eru 32 ár síðan Baldur var tekinn í notkun og hefur hann reynst Landhelgisgæslunni afar vel, bæði í þeim verkefnum sem hann er nýttur til og í rekstri.

20230217_160627_resized

Fyrst og fremst er um bolskoðun að ræða auk botnhreinsunar og botnmálunar. 20230224_074516_resized_1Unnið verður að lagfæringum á gólfi í brú.