Forfæringar farms hefjast í dag.
28.4.2023 Kl: 12:27
Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Umhverfisstofnun samþykktu í gær björgunaráætlun björgunarfélagsins SMIT sem vinnur á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw.Samkvæmt áætluninni mun varðskipið Freyja leggjast utan á flutningaskipið, síðar í dag, og gert er ráð fyrir að vinna við að forfæra farm þess hefjist í kvöld. Þeirri vinnu verður ekki lokið fyrr en um miðja næstu viku. Þegar búið verður að færa farminn er áætlað að flutningaskipið verði dregið til hafnar á Akureyri.Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson í vikunni en á þeim má sjá Wilson Skaw við akkeri undan Hólmavík.
Varðskipið Freyja í Steingrímsfirði.
Varðskipið Freyja.