Blinken heimsótti Landhelgisgæsluna

Kynnti sér starfsemi varnarmálasviðs og stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu.

  • IMG_6523_Unnin2

20.5.2021 Kl: 14:21

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Landhelgisgæsluna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Blinken ásamt þeim Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Washington, Bryndísi Kjartansdóttur, skrifstofustjóra öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Jóni B. Guðnasyni, framkvæmdastjóra varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. 

Með í för vour einnig Harry Kaiman, starfandi sendiherra bandaríkjanna á Íslandi og CDR Jason A. Neal, varnarmálafulltrúi bandaríska sendiráðsins. 

Utanríkisráðherrann kynnti sér starfsemina á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og fékk kynningu á stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslunni. Að heimsókn lokinni fór Blinken af landi brott.

IMG_6515_unnin