Deiliskipulag öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli

Skipulagslýsing

  • Screen-Shot-2019-01-18-at-21.34.56

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga er unnin lýsing fyrir deiliskipulagið.
Deiliskipulagið fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir hættulegan farm, svæði fyrir skammtíma gistiaðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi, svo sem þyrlupall og girðingar.

Skipulagslýsinguna má finna hér: Skipulagslysing-oryggissvaedis-a-Keflavikurflugvelli-2

Ábendingar og athugasemdir skulu berast skriflega og má skila þeim til Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is

Frestur til að skila athugasemdum er til 6. febrúar 2019.