Dómsmálaráðherra í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á fimmtudag á móti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.
25.2.2020 Kl: 10:00
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á fimmtudag á móti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Áslaug Arna kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar, bæði í Reykjavík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Áslaug Arna fékk kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefnum.
Í flugskýlinu voru endurbætur eftirlitsflugvélinni TF-SIF og þyrlunni Líf skoðaðar, Árni Vésteinsson kynnti starfsemi siglingaöryggis- og sjómælingasviðs auk þess sem liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingardeildar fóru yfir helstu verkefni og búnað sveitarinnar.
Jón B. Guðnason, tók á móti Áslaugu Örnu á öryggissvæðinu og sýndi stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslunni auk þess sem svæðið sjálft var skoðað.
Árni Vésteinsson fer yfir sjókort.
Endurbætur á TF-LIF skoðaðar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ólöf Birna Ólafsdóttir.
Hrannar Sigurðsson, spilmaður og flugvirki.
Liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar.
Jón B. Guðnason tók á móti Áslaugu Örnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.