Fallbyssuæfing um borð í Þór

Fallbyssur Landhelgisgæslunnar eru sem betur fer ekki mikið notaðar.

  • FALLBYSSA-6

31.3.2021 Kl: 14:09

Fallbyssurnar á varðskipum Landhelgisgæslunnar eru sem betur fer lítið notaðar. Endrum og sinnum þarf þó að dusta rykið af þeim og rifja upp réttu handtökin. Á dögunum hélt áhöfnin á varðskipinu Þór fallbyssuæfingu og var þá hleypt af fallbyssunni af afturþilfari varðskipsins. Æfingin gekk afar vel.

FALLBYSSA-2Fallbyssan munduð.

FALLBYSSA-4Varðskipið var statt á Vestfjörðum á dögunum. 

FALLBYSSA-7Æfingin gekk vel. 

FALLBYSSA-1Miðað.